Hvíta húsið býr sig undir að þræta fyrir loftslagsvísindi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 15:30 William Happer var prófessor við Princeton-háskóla og er nú einn stjórnenda þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Hann hefur líkt koltvísýringi við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Vísir/EPA Sérstakri nefnd skipaðri sérvöldum vísindamönnum sem Hvíta húsið hefur í hyggju að koma á fót er ætlað að þræta fyrir þekktar staðreyndir um umfang og orsakir loftslagsbreytinga á jörðinni. Eðlisfræðingur sem orðaður er við formennsku í nefndinni hefur líkt andúð á koltvísýringi við þá sem mætti gyðingum á tímum nasista. Alvarleiki loftslagsbreytingar af völdum manna hefur verið þekktur í áratugi og hefur verið lýst í vísindaskýrslum og þjóðaröryggisgreiningum sem bandaríska alríkisstjórnin hefur gefið út, jafnvel eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við völdum. Hann hefur ítrekað haft loftslagsbreytingar í flimtingum og kallað þær „gabb“ á vegum Kínverja. Nú er Hvíta hús hans sagt leggja drög að sérstakri forsetanefnd undir hatti þjóðaröryggisráðsins sem á að véfengja vísindalegar niðurstöður sem ríkisstjórnin hefur sjálf birt og að bruni á jarðefnaeldsneyti skaði loftslag jarðar. Starfsmenn Hvíta hússins hafa þegar skrifað drög að tilskipun um stofnun nefndarinnar sem Trump gæti gefið út, að sögn New York Times. Í nefndina yrðu skipaðir ýmsir vísindamenn sem eru þekktir fyrir að draga í efa viðurkennd loftslagsvísindi og ábyrgð manna á vandanum. Washington Post segir að ekki yrðu gerðar sömu kröfur til þessarar nefndar um opinbert gegnsæi og gert er til formlegra ráðgjafanefnda á vegum stjórnvalda. Þannig þyrfti hún til dæmis ekki að funda fyrir opnum dyrum eða beygja sig undir upplýsingalög. Formaður nefndarinnar á að vera William Happer, einn stjórnenda þjóðaröryggisráðsins og eðlisfræðingur. Hann er hvorki menntaður í loftslagsvísindum né hefur reynslu af rannsóknum á því sviði en hann hefur engu að síður fullyrt að koltvísýringur, gróðurhúsalofttegundin sem er helsta orsök loftslagsbreytinga, sé ekki skaðlegur. Happer þessi, sem er 79 ára gamall, fullyrti í sjónvarpsviðtali árið 2014 að koltvísýringur hefði verið „skrímslavæddur“ sem væri „nákvæmlega eins“ og skrímslavæðing gyðinga í tíð Adolfs Hitler og nasista. Washington Post segir að þrýstihópur sem Happer stofnaði hafi þegið fé frá hægriöfgasamtökum og jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Auk þess að líkja baráttu gegn losun gróðurhúsalofttegunda við helförina hefur Happer sagst vilja auka styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu allt að fimmfalt. Styrkurinn er nú þegar líklega sé mesti í að minnsta kosti nokkur hundruð þúsund ár vegna bruna manna á kolum, olíu og gasi.William Happer is set to lead a Trump panel on climate change: https://t.co/KNJKpO4A4tHapper has previously argued that "the demonization of carbon dioxide is just like the demonization of the poor Jews under Hitler" pic.twitter.com/RzI4794alt— John Whitehouse (@existentialfish) February 20, 2019 Allir fengu tækifæri til að rýna í loftslagsskýrslur stjórnvalda Trump er sagður hafa verið reiður yfir því að ríkisstjórn hans hafi birt opinberlega vísindaskýrslu um loftslagsmál í nóvember. Lög kveða á um að ríkisstjórnin láti vinna slíka skýrslu en forsetinn var ósáttur við að hún hafi orðið pólitískum andstæðingum vopn gegn stefnu hans um að afnema loftslagsaðgerðir sem ákveðnar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Hugmyndir um að þræta fyrir þekkt loftslagsvísindi hafa áður komið upp í ríkisstjórn Trump. Fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar vildi efna til kappræðna um loftslagsbreytinga á milli vísindamanna og afneitara. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, þar á meðal John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri þess, eru sagðir hafa drepið þá hugmynd og hvatt til þess að ríkisstjórnin „hunsaði“ frekar niðurstöður vísindamanna ríkisstjórnarinnar um loftslagsbreytingar. Í minnisblaði sem starfsmenn Hvíta hússins hafa unnið í tengslum við mögulega skipan nefndarinnar er því haldið fram ranglega að fjöldi vísindarannsókna og skýrsla varnarmálaráðuneytisins um hættur loftslagsbreytinga hafi ekki „farið í gegnum ítarlega sjálfstæða og fjandsamlega ritrýni til að kanna vissu og óvissu loftslagsvísinda og þýðingu fyrir þjóðaröryggi“. Katherine Hayhoe, loftslagsvísindamaður við Tækniháskólann í Texas og einn höfunda vísindaskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar, bendir á í tísti að vísindaskýrslan hafi þvert á móti gengið í gegnum ströngustu ritrýni nokkurrar skýrslu um loftslagsbreytingar sem gerð hafi verið í Bandaríkjunum, bæði frá vísindamönnum og með opinberu umsagnarferli. „Hver ætlar að fara yfir loftslagsskýrslur alríkisstjórnarinnar sem hefur ekki fengið tækifæri til þess? Svarið er enginn. Allir fengu tækifæri til að fara yfir skýrslurnar áður en þessi ríkisstjórn birti þær og ef þeir voru hluti af alríkisstofnun fengu þeir fjölda tækifæra,“ tísti Hayhoe um frétt Washington Post af nefndinni.In Aug 2017, the federal govt terminated the Federal Advisory Committee for the Sustained National Climate Assessment. Now, they plan to set up an "ad hoc group of select federal scientists to reassess the government's analysis of climate science" (thread) https://t.co/oZzbKyiKG9— Katharine Hayhoe (@KHayhoe) February 24, 2019 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir „Græn ný gjöf“ demókrata í loftslagsmálum fær lof og last Metnaðarfull markmið um afkolefnisvæðingu Bandaríkjanna er að finna í nýrri loftslagsáætlun sem hluti Demókrataflokksins hefur lagt fram. Áætlunin á sér þó litla framtíðarvon í bili. 12. febrúar 2019 16:00 Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram þrátt fyrir fyrirheit Trump Ódýrara jarðgas og endurnýjanlegir orkugjafar halda áfram að gera rekstur kolaorkuvera ósjálfbæran. 14. janúar 2019 11:48 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sérstakri nefnd skipaðri sérvöldum vísindamönnum sem Hvíta húsið hefur í hyggju að koma á fót er ætlað að þræta fyrir þekktar staðreyndir um umfang og orsakir loftslagsbreytinga á jörðinni. Eðlisfræðingur sem orðaður er við formennsku í nefndinni hefur líkt andúð á koltvísýringi við þá sem mætti gyðingum á tímum nasista. Alvarleiki loftslagsbreytingar af völdum manna hefur verið þekktur í áratugi og hefur verið lýst í vísindaskýrslum og þjóðaröryggisgreiningum sem bandaríska alríkisstjórnin hefur gefið út, jafnvel eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við völdum. Hann hefur ítrekað haft loftslagsbreytingar í flimtingum og kallað þær „gabb“ á vegum Kínverja. Nú er Hvíta hús hans sagt leggja drög að sérstakri forsetanefnd undir hatti þjóðaröryggisráðsins sem á að véfengja vísindalegar niðurstöður sem ríkisstjórnin hefur sjálf birt og að bruni á jarðefnaeldsneyti skaði loftslag jarðar. Starfsmenn Hvíta hússins hafa þegar skrifað drög að tilskipun um stofnun nefndarinnar sem Trump gæti gefið út, að sögn New York Times. Í nefndina yrðu skipaðir ýmsir vísindamenn sem eru þekktir fyrir að draga í efa viðurkennd loftslagsvísindi og ábyrgð manna á vandanum. Washington Post segir að ekki yrðu gerðar sömu kröfur til þessarar nefndar um opinbert gegnsæi og gert er til formlegra ráðgjafanefnda á vegum stjórnvalda. Þannig þyrfti hún til dæmis ekki að funda fyrir opnum dyrum eða beygja sig undir upplýsingalög. Formaður nefndarinnar á að vera William Happer, einn stjórnenda þjóðaröryggisráðsins og eðlisfræðingur. Hann er hvorki menntaður í loftslagsvísindum né hefur reynslu af rannsóknum á því sviði en hann hefur engu að síður fullyrt að koltvísýringur, gróðurhúsalofttegundin sem er helsta orsök loftslagsbreytinga, sé ekki skaðlegur. Happer þessi, sem er 79 ára gamall, fullyrti í sjónvarpsviðtali árið 2014 að koltvísýringur hefði verið „skrímslavæddur“ sem væri „nákvæmlega eins“ og skrímslavæðing gyðinga í tíð Adolfs Hitler og nasista. Washington Post segir að þrýstihópur sem Happer stofnaði hafi þegið fé frá hægriöfgasamtökum og jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Auk þess að líkja baráttu gegn losun gróðurhúsalofttegunda við helförina hefur Happer sagst vilja auka styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu allt að fimmfalt. Styrkurinn er nú þegar líklega sé mesti í að minnsta kosti nokkur hundruð þúsund ár vegna bruna manna á kolum, olíu og gasi.William Happer is set to lead a Trump panel on climate change: https://t.co/KNJKpO4A4tHapper has previously argued that "the demonization of carbon dioxide is just like the demonization of the poor Jews under Hitler" pic.twitter.com/RzI4794alt— John Whitehouse (@existentialfish) February 20, 2019 Allir fengu tækifæri til að rýna í loftslagsskýrslur stjórnvalda Trump er sagður hafa verið reiður yfir því að ríkisstjórn hans hafi birt opinberlega vísindaskýrslu um loftslagsmál í nóvember. Lög kveða á um að ríkisstjórnin láti vinna slíka skýrslu en forsetinn var ósáttur við að hún hafi orðið pólitískum andstæðingum vopn gegn stefnu hans um að afnema loftslagsaðgerðir sem ákveðnar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Hugmyndir um að þræta fyrir þekkt loftslagsvísindi hafa áður komið upp í ríkisstjórn Trump. Fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar vildi efna til kappræðna um loftslagsbreytinga á milli vísindamanna og afneitara. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, þar á meðal John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri þess, eru sagðir hafa drepið þá hugmynd og hvatt til þess að ríkisstjórnin „hunsaði“ frekar niðurstöður vísindamanna ríkisstjórnarinnar um loftslagsbreytingar. Í minnisblaði sem starfsmenn Hvíta hússins hafa unnið í tengslum við mögulega skipan nefndarinnar er því haldið fram ranglega að fjöldi vísindarannsókna og skýrsla varnarmálaráðuneytisins um hættur loftslagsbreytinga hafi ekki „farið í gegnum ítarlega sjálfstæða og fjandsamlega ritrýni til að kanna vissu og óvissu loftslagsvísinda og þýðingu fyrir þjóðaröryggi“. Katherine Hayhoe, loftslagsvísindamaður við Tækniháskólann í Texas og einn höfunda vísindaskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar, bendir á í tísti að vísindaskýrslan hafi þvert á móti gengið í gegnum ströngustu ritrýni nokkurrar skýrslu um loftslagsbreytingar sem gerð hafi verið í Bandaríkjunum, bæði frá vísindamönnum og með opinberu umsagnarferli. „Hver ætlar að fara yfir loftslagsskýrslur alríkisstjórnarinnar sem hefur ekki fengið tækifæri til þess? Svarið er enginn. Allir fengu tækifæri til að fara yfir skýrslurnar áður en þessi ríkisstjórn birti þær og ef þeir voru hluti af alríkisstofnun fengu þeir fjölda tækifæra,“ tísti Hayhoe um frétt Washington Post af nefndinni.In Aug 2017, the federal govt terminated the Federal Advisory Committee for the Sustained National Climate Assessment. Now, they plan to set up an "ad hoc group of select federal scientists to reassess the government's analysis of climate science" (thread) https://t.co/oZzbKyiKG9— Katharine Hayhoe (@KHayhoe) February 24, 2019
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir „Græn ný gjöf“ demókrata í loftslagsmálum fær lof og last Metnaðarfull markmið um afkolefnisvæðingu Bandaríkjanna er að finna í nýrri loftslagsáætlun sem hluti Demókrataflokksins hefur lagt fram. Áætlunin á sér þó litla framtíðarvon í bili. 12. febrúar 2019 16:00 Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram þrátt fyrir fyrirheit Trump Ódýrara jarðgas og endurnýjanlegir orkugjafar halda áfram að gera rekstur kolaorkuvera ósjálfbæran. 14. janúar 2019 11:48 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
„Græn ný gjöf“ demókrata í loftslagsmálum fær lof og last Metnaðarfull markmið um afkolefnisvæðingu Bandaríkjanna er að finna í nýrri loftslagsáætlun sem hluti Demókrataflokksins hefur lagt fram. Áætlunin á sér þó litla framtíðarvon í bili. 12. febrúar 2019 16:00
Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11
2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28
Hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram þrátt fyrir fyrirheit Trump Ódýrara jarðgas og endurnýjanlegir orkugjafar halda áfram að gera rekstur kolaorkuvera ósjálfbæran. 14. janúar 2019 11:48
Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24