Þrýstingur á Maduro eykst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Frá landamærum Venesúela að Kólumbíu á laugardaginn. Nordicphotos/Getty Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15