Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 17:49 Mannúðaraðstoð er nú á leið til fjölda Venesúelabúa. Ivan Valencia/AP Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019 Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019
Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45