Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 17:49 Mannúðaraðstoð er nú á leið til fjölda Venesúelabúa. Ivan Valencia/AP Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019 Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019
Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45