Fyrir landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun