Stormur, gul viðvörun og „hressileg“ snjókoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 07:34 Einkum mun snjóa við suðurströndina og á Reykjanesi. Vísir/vilhelm Búist er við austanstormi syðst á landinu síðdegis í dag en gular viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi á Suður- og Suðausturlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir að hvessi með morgninum. Vindurinn nær svo stormstyrk allra syðst á landinu síðdegis og líklegt er að með því fylgi ofankoma. „Á Reynisfjalli ætti að snjóa en slydda á láglendi og jafnvel sums staðar rigning. Aðalúrkoman og mesti vindurinn eru samt bundin við syðst á landinu og ætti ekki að hafa mikil áhrif annars staðar á landinu þótt alls staðar bæti í vind.“Höfuðborgin sleppur ekki eftir bjarta daga Þessi sami bakki gæti síðan komið lengra inná suðvestanvert landið seint í kvöld og nótt með snjókomu. „Staðbundið getur snjóað allhressilega á meðan aðrir staðir sleppa mun betur. Á þetta einkum við suðurströndina og megnið af Reykjanesinu og líklegt þykir að höfuðborgin sleppi ekki eftir þurra og bjarta daga að undanförnu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er búist við mun hægari vindi og suðlægri átt víðast hvar á landinu. Ofankoma verður í flestum landhlutum þó íbúar á Norðvesturlandi gætu sloppið. Víða verður frostlaust við ströndina en annars frost, kaldast inn til landsins norðanlands þar sem frostið gæti farið undir tíu stig að næturlagi. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á laugardag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él sunnanlands, en þurrt að mestu norðantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en sums staðar frostlaust við ströndina. Á sunnudag:Suðaustlæg átt og él á stöku stað, en þurrt á N- og NV-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag:Vaxandi austlæg átt 8-15 síðdegis. Slydda eða snjókoma víðast hvar, en rigning eða slydda SA-lands. Hiti um og yfir frostmarki syðst, en annars vægt frost. Á þriðjudag:Ákveðin norðaustanátt með snjókomu um A-vert landið, þurrt að mestu SA-til, annars él. Vægt frost inn til landsins, einkum NA-lands, en annars 0 til 5 stiga hiti, mildast við S-ströndina. Á miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt og él á stöku stað. Heldur kólnandi í bili. Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með vætu sunnantil en snjókomu fyrir norðan. Hiti að 5 stigum syðra, en annars vægt frost. Veður Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Sjá meira
Búist er við austanstormi syðst á landinu síðdegis í dag en gular viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi á Suður- og Suðausturlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir að hvessi með morgninum. Vindurinn nær svo stormstyrk allra syðst á landinu síðdegis og líklegt er að með því fylgi ofankoma. „Á Reynisfjalli ætti að snjóa en slydda á láglendi og jafnvel sums staðar rigning. Aðalúrkoman og mesti vindurinn eru samt bundin við syðst á landinu og ætti ekki að hafa mikil áhrif annars staðar á landinu þótt alls staðar bæti í vind.“Höfuðborgin sleppur ekki eftir bjarta daga Þessi sami bakki gæti síðan komið lengra inná suðvestanvert landið seint í kvöld og nótt með snjókomu. „Staðbundið getur snjóað allhressilega á meðan aðrir staðir sleppa mun betur. Á þetta einkum við suðurströndina og megnið af Reykjanesinu og líklegt þykir að höfuðborgin sleppi ekki eftir þurra og bjarta daga að undanförnu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er búist við mun hægari vindi og suðlægri átt víðast hvar á landinu. Ofankoma verður í flestum landhlutum þó íbúar á Norðvesturlandi gætu sloppið. Víða verður frostlaust við ströndina en annars frost, kaldast inn til landsins norðanlands þar sem frostið gæti farið undir tíu stig að næturlagi. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á laugardag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él sunnanlands, en þurrt að mestu norðantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en sums staðar frostlaust við ströndina. Á sunnudag:Suðaustlæg átt og él á stöku stað, en þurrt á N- og NV-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag:Vaxandi austlæg átt 8-15 síðdegis. Slydda eða snjókoma víðast hvar, en rigning eða slydda SA-lands. Hiti um og yfir frostmarki syðst, en annars vægt frost. Á þriðjudag:Ákveðin norðaustanátt með snjókomu um A-vert landið, þurrt að mestu SA-til, annars él. Vægt frost inn til landsins, einkum NA-lands, en annars 0 til 5 stiga hiti, mildast við S-ströndina. Á miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt og él á stöku stað. Heldur kólnandi í bili. Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með vætu sunnantil en snjókomu fyrir norðan. Hiti að 5 stigum syðra, en annars vægt frost.
Veður Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Sjá meira