Í nótt og á morgun hvessir aftur og verður veður sýnu verst allra syðst þ.e. umhverfis Mýrdalsjökulssvæðið. Má búast við vindhraða á bilinu 18-25 m/s og mun hvassara í hviðum.
Annars staðar hvessir einnig en þar verður austan 10-18 m/s. Þá má búast við slyddu eða snjókomu á köflum sunnantil, einkum við ströndina en þurrt víðast hvar annars staðar. Varar veðurfræðingur vegfarendur við erfiðum aðstæðum austur fyrir Markarfljót og vestur fyrir Múlakvísl.
„Ekki er hægt að útiloka að minniháttar úrkoma nái á höfuðborgarsvæðið, en ætti engu að síður að vera lítil. Vegfarendur sem leið eiga austur fyrir Markarfljót í vestri og vestur fyrir Múlakvísl úr austri ættu að fara mjög varlega. Hitinn gæti farið í 3 til 4 stig yfir daginn en yfir Reynisfjall hlánar lítið og gæti orðið erfitt yfirferðar.“