Innlent

SGS lýsir yfir fullum stuðningi við boðað verkfall Eflingar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í síðasta mánuði.
Frá fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í síðasta mánuði. Vísir/Sigurjón
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir yfir fullum stuðning við verkfall félagsmanna í Eflingu sem boðað hefur verið til þann 8. mars næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS en þar eru félagsmenn innan sambandsins jafnframt hvattir til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna Eflingar komi til verkfalls.

Efling hefur boðað til verkfalls næstkomandi föstudag hjá ræstingafólki á hótelum og gistiheimilum. Samtök atvinnulífsins telja verkfallsboðunina ólöglega og er mál samtakanna gegn Eflingu nú fyrir Félagsdómi.

Niðurstöðu Félagsdóms varðandi það hvort verkfallsboðunin er ólögleg eður ei er að vænta á morgun.


Tengdar fréttir

Meirihlutinn styður verkföll

Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×