Skemmtileg sjón blasti við borgarbúum í morgun þegar þeir þurftu margir hverjir að skafa af bílrúðum sínum. Einhverjir töldu jafnvel að veturinn væri liðinn en svo er nú aldeilis ekki enda 37 dagar í sumardaginn fyrsta, 25. apríl.
Suðvestanátt í dag, víða 10-15 m/s og bætir heldur í vind síðdegis. Skúrir eða él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt á morgun, jafnvel stormur norðvestantil á landinu annað kvöld. Léttskýjað austanlands, annars él og hiti kringum frostmark.
Hægari vindur á fimmtudag og áfram él, en þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi.
Borgarbúar þurftu að draga fram sköfuna í morgun
Birgir Olgeirsson skrifar
