Velkomin aftur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Kristín Þorsteinsdóttir Landsréttarmálið Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar