Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2019 22:15 Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira