Enski boltinn

Myndi ganga með félögum sínum af velli til að mótmæla kynþáttaníði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane hitti drottninguna.
Harry Kane hitti drottninguna. vísir/getty
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta, segist tilbúinn að ganga út af hvaða velli sem er með liðsfélögum sínum verði þeir aftur fyrir barðinu á kynþáttaníði.

Danny Rose, Raheem Sterling og Callum Hudson-Odoi fengum yfir sig holskeflu af köllum og öðrum viðbjóði úr stúkunni í Svartfjallalandi á mánudaginn þar sem að enska landsliðið rassskellti heimamenn, 5-1.

Ef að slíkar aðstæður koma upp aftur í landsleik mun Kane fylgja sínum mönnum í einu og öllu þó svo að það þýði að hreinlega ganga af velli.

„Ég styð liðsfélaga mína heilshugar. Ef þetta gerist aftur og strákarnir verða ekki ánægður og vilja tala um hlutina eða hugsa málið þá styð ég þá,“ segir Harry Kane við Sky Sports en hann fékk riddarakross drottningarnnar í gær fyrir framlag sitt til fótboltans á Englandi.

„Við erum lið. Við erum ein heild og við styðjum hvorn annan. Vonandi gerist þetta aldrei aftur en ef þetta gerist þá fylgi ég þeim í öllu sem þeir vilja gera,“ segir Harry Kane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×