Íslenska, skólamálið okkar Kristján Jóhann Jónsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Mikilvæg ráðstefna um íslenskukennslu í skólum landsins verður haldin í Hörpu 1. apríl. Þú ert vonandi búin(n) að skrá þig. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vonandi hittast þar allir þeir sem hlynntir eru íslenskri tungu og menningu og vilja hag hennar sem mestan. Íslenskan er skólamálið okkar, skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýlega í grein og minnti þar á mikilvægt atriði. Fyrir okkur sem á Íslandi búum og störfum er íslenska sú kennslutunga sem skilar til okkar þekkingu utan úr heimi, túlkar og kennir önnur tungumál, geymir hugsun okkar um tæknilegan og persónulegan vanda, orðar skilning okkar og gerir okkur kleift að ræða fortíð okkar og framtíð. Íslenskan er að vísu ekki sérstök að þessu leyti, nema fyrir okkur sem hér búum. Fyrir okkur er hún hins vegar jafn mikilvæg og danska fyrir Dani, norska fyrir Norðmenn, færeyska fyrir Færeyinga og hollenska fyrir Hollendinga, svo ég láti nú duga að taka dæmi frá næstu nágrönnum. Tungumál þessara þjóða eru eins og okkar þjóðtunga farvegur fyrir þroska og þekkingaröflun barna og unglinga, aðgangur að menningu og sögu fjölskyldna og ástvina og geyma tilvísanir, menningu og skilning á umhverfinu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir þau svo vel sé. Við þurfum að endurnýja hugsun okkar og umræðu um íslenska tungu og menningu. Við eigum kraftmikið, fallegt og dýrmætt tungumál sem við þurfum að fylgja inn í nýjan tíma og sjá til þess að fylgi okkur inn í framtíðina. Í því felst mikilvæg sérstaða okkar í heiminum. Það eru góð tíðindi að stjórnvöld skuli nú bretta upp ermar, boða til framsækinnar ráðstefnu og hafa í bígerð framhaldsumræður til að fylgja framkvæmdum eftir. Ráðstefnan Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins er spennandi tækifæri til þess að uppfæra viðhorfið til íslenskrar tungu. Hún er enn við hestaheilsu, skemmtileg, skapandi og einstök á sinn hátt. Hins vegar eru blikur á lofti og okkur er skylt að hlúa að því sem dýrmætt er í okkar samfélagi. Láttu nútímann ekki sem vind um eyrun þjóta! Hittu okkur í Hörpu til að ræða stöðu íslensku í skólum landsins.Höfundur er dósent í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar