Fjárfestar flýja í öryggi af ótta við veika krónu, verðbólgu og lægra fasteignaverð Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 15:18 Áhrifin af falli WOW höfðu fyrirsjáanleg áhrif á markaði í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar. Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar.
Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira