Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Obradoiro unnu mikilvægan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar þeir heimsóttu San Pablo Burgos að viðstöddum tæplega 10 þúsund áhorfendum.
Tveimur stigum munaði á liðunum í 11. og 12.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum í dag en alls leika 18 lið í spænsku úrvalsdeildinni.
Tryggvi spilaði rúmlega 12 mínútur í átta stiga sigri Obradoiro, 76-84. Á þeim tíma setti Tryggvi niður 2 stig auk þess að taka 4 fráköst.
