Mjótt á mununum fyrir þingkosningar í Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30