„Dægursveiflan er talsverð, þar sem hiti nær allt að 9 stigum yfir hádaginn en fer víða niður fyrir frostmark að næturlagi einkum þar sem er léttskýjað og hægur vindur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Í dag er svo svokallaður grár dagur á höfuðborgarsvæðinu. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu og er því búist við svifryksmengun yfir heilsufarsmörkum við stórar umferðaræðar. Því býður Strætó borgarbúum upp á frían dagspassa í Strætóappinu í dag og er fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir 'gráum degi“ á morgun og miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk Strætó mun bjóða fólki að sækja frían dagspassa í Strætóappinu. Passinn birtist undir 'Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. pic.twitter.com/E80qsbwSvN
— Strætó (@straetobs) April 7, 2019
Þegar rýnt er í næstu viku, dymbilviku, eru svo vísbendingar um að hæðarsvæði nái aftur yfirhöndinni kringum landið „með tilheyrandi vorstemningu“.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á N- og V-landi, annars skýjað og stöku skúrir eða él SA-lands. Hiti 2 til 9 stig, en víða næturfrost, einkum á N-verðu landinu.
Á fimmtudag:
Suðaustan 5-13, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og rigning SA-til, en bjartviðri N-lands. Hiti 4 til 10 stig að deginum.
Á föstudag:
Gengur í suðaustan 10-18, hvassast SV-lands. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Milt veður.
Á laugardag:
Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og skúrir eða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands.
Á sunnudag (pálmasunnudagur):
Suðvestlæg átt með skúrum en léttir til fyrir austan. Kólnandi.