Komum á bráðadeild Landspítalans fækkar um tíu prósent Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2019 06:15 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. vísir/anton brink Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira