Níu prósentin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun