Talsmaður hersins sagði fjölmiðlum í morgun að atferli hermanna vera alfarið óásættanlegt og ekki í samræmi við þá hegðun sem herinn býst við af hermönnum.
Myndbandið var upprunalega tekið á Snapchat og var textinn: „Ánægður með þetta“ sýnilegur.
Video has emerged of soldiers on a shooting range in Kabul firing at a target of Jeremy Corbyn. MOD confirms it as legit: pic.twitter.com/qOr84Aiivj
— Alistair Bunkall (@AliBunkallSKY) April 3, 2019
Búið er að ræða við hermennina en þeir eru á leið heim til Bretlands aftur á næstunni. Þetta tiltekna æfingasvæði þar sem myndbandið var tekið upp er notað af hermönnum sem hafa það hlutverk að vernda háttsetta foringja hersins, erindreka og stjórnmálamenn.