Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2019 06:00 Hvalur hf. fór ekki að reglum um langreyðarveiðar 2014, 2015 og 2018. Hér má sjá slíkan hval. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00