Björn Óli Hauksson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, og Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, muni annast daglegan rekstur þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.
Haft er eftir Birni Óla í tilkynningunni að hann telji nú góðan tíma til að nýtt fólk taki við keflinu af honum. Björn Óli hefur verið forstjóri Isavia frá stofnun árið 2010.
Áður starfaði Björn Óli sem forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf. 2008-10 og leiddi umfangsmikla sameiningu Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og flugöryggisvarðadeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum, að því er segir á vef Isavia. Þar áður vann hann í sex ár að uppbyggingu flugmála í Kósóvó, meðal annars sem forstjóri Pristinaflugvallar og sem verkefnisstjóri þar á vegum Flugmálastjórnar Íslands og Flugstoða ohf.
Hann setti meðal annars á laggirnar flugmálastjórn Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó (CARO - UNMIK Civil Aviation Regulatory Office) og átti þátt í að sameina og byggja upp fyrirtæki um flugvallar- og flugstöðvarrekstur í Pristina.
Forstjóri Isavia lætur af störfum
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Trump-tollar tóku gildi í nótt
Viðskipti erlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent

Enn ein eldrauð opnun
Viðskipti innlent


Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike
Viðskipti innlent

Lækkanir halda áfram
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist
Viðskipti innlent

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent