Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:15 Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Sjá meira
Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Sjá meira