„Þetta er heiðarlegur stormur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 08:42 Staðan klukkan 18 í dag samkvæmt vindaspá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands „Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst. Veður Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst.
Veður Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira