Ekkert banaslys orðið í umferðinni á árinu það sem af er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:30 Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent