Ekkert banaslys orðið í umferðinni á árinu það sem af er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:30 Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira