Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 13:19 Sigurþóra Bergsdóttir ásamt ráðherrum á Grand Hótel í dag. stjórnarráðið Ríkisstjórn Íslands bauð upp á óvænta uppákomu á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fóls og uppbyggingu Bergsins á Grand Hótel í morgun. Þar mættu fimm ráðherrar beint ríkisstjórnarfundi þar sem samþykkt var að taka þátt í samstarfi um stofnun og rekstur þverfaglegs móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu ráðherrarnir verja 30 milljónum króna á ári til verkefnisins, þar með talið í formi stöðugilda. Einnig er gert ráð fyrir að leitað verði eftir stuðningi meðal fyrirtækja og annarra aðila sem bera samfélagslega ábyrgð. Tilraunaverkefnið fellur að áherslum stjórnvalda sem samhliða munu leggja aukna áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í heildarendurskoðun í þjónustu við börn þvert á ráðuneyti.Sigurþóra Bergsdóttir.Úrræðið, sem hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið, hefur gengið undir nafninu Bergið Headspace og er stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur og Dr. Sigrúnu Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri með stuðningi fleiri aðila. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Fyrirmyndir Headspace má finna í Ástralíu og Danmörku þar sem svipuð úrræði hafa gefið góða raun. Markmiðið er að auka og gera skilvirkari þjónustu við börn og ungmenni og reyna að tryggja að þau fái aðstoð sem fyrst. Lögð er áhersla á að einfalda ferlið og skapa vettvang þar sem börn og ungmenni geta haft samband við aðila sem veitir stuðning og ráðgjöf út frá þörfum hvers og eins og beinir málum þeirra í réttan farveg. Þá verður sérstaklega horft til tæknilausna og fjarþjónustu. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, var nítján ára gamall þegar hann fyrirfór sér fyrir þremur árum. Sigurþóra fékk þá hugmynd í fyrra að stofna samtök til að hjálpa fólki eins og syni sínum og fékk nýverið úthlutað húsnæði fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór sagði tilfinninguna ólýsanlega þegar stuðningur ríkisstjórnarinnar lá fyrir. „Hálf ríkisstjórnin mætti beint af ríkisstjórnarfundi á málþingið okkar í dag. Ég er ennþá með gæsahúð og þetta var ótrúlega falleg stund. Þetta lýsir líka vilja þeirra til að taka þátt og vinna að jákvæðum hlutum fyrir geðheilbrigði ungs fólks. Við getum sett allt á fullt núna og getum farið að fá inn fólk og skipuleggja starfsemina.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands bauð upp á óvænta uppákomu á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fóls og uppbyggingu Bergsins á Grand Hótel í morgun. Þar mættu fimm ráðherrar beint ríkisstjórnarfundi þar sem samþykkt var að taka þátt í samstarfi um stofnun og rekstur þverfaglegs móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu ráðherrarnir verja 30 milljónum króna á ári til verkefnisins, þar með talið í formi stöðugilda. Einnig er gert ráð fyrir að leitað verði eftir stuðningi meðal fyrirtækja og annarra aðila sem bera samfélagslega ábyrgð. Tilraunaverkefnið fellur að áherslum stjórnvalda sem samhliða munu leggja aukna áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í heildarendurskoðun í þjónustu við börn þvert á ráðuneyti.Sigurþóra Bergsdóttir.Úrræðið, sem hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið, hefur gengið undir nafninu Bergið Headspace og er stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur og Dr. Sigrúnu Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri með stuðningi fleiri aðila. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Fyrirmyndir Headspace má finna í Ástralíu og Danmörku þar sem svipuð úrræði hafa gefið góða raun. Markmiðið er að auka og gera skilvirkari þjónustu við börn og ungmenni og reyna að tryggja að þau fái aðstoð sem fyrst. Lögð er áhersla á að einfalda ferlið og skapa vettvang þar sem börn og ungmenni geta haft samband við aðila sem veitir stuðning og ráðgjöf út frá þörfum hvers og eins og beinir málum þeirra í réttan farveg. Þá verður sérstaklega horft til tæknilausna og fjarþjónustu. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, var nítján ára gamall þegar hann fyrirfór sér fyrir þremur árum. Sigurþóra fékk þá hugmynd í fyrra að stofna samtök til að hjálpa fólki eins og syni sínum og fékk nýverið úthlutað húsnæði fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór sagði tilfinninguna ólýsanlega þegar stuðningur ríkisstjórnarinnar lá fyrir. „Hálf ríkisstjórnin mætti beint af ríkisstjórnarfundi á málþingið okkar í dag. Ég er ennþá með gæsahúð og þetta var ótrúlega falleg stund. Þetta lýsir líka vilja þeirra til að taka þátt og vinna að jákvæðum hlutum fyrir geðheilbrigði ungs fólks. Við getum sett allt á fullt núna og getum farið að fá inn fólk og skipuleggja starfsemina.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. 23. mars 2019 12:15