Drengur góður Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Alþjóðlegar ráðstefnur og samkomur einkennast yfirleitt af ákveðnum virðuleika, ekki síst ef þangað mætir valdamikið fólk sem lætur sér annt um ímynd sína og gætir þess vandlega að gefa ekki of mikið af sér. Fyrir vikið virkar það nokkuð fjarlægt, eins og það sé ekki í tengslum við líf venjulegs fólks. Fyrir fólk sem er með einkabílstjóra, einkaritara og alls kyns aðstoðarmenn er örugglega mjög auðvelt að glata veruleikatengingu og loka sig af í þægilegri einkaveröld þar sem aðrir eru reiðubúnir til þjónustu. Það eru þó ekki allir valdamiklir einstaklingar sem gætu svo auðveldlega valið þennan kost sem kæra sig um það. Þeir vilja bara fá að vera þeir sjálfir og um leið svo lánsamir að líta ekki stórt á sig. Þetta á einmitt við um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Þegar forseti Íslands mætir valdafólki frá öðrum löndum er áberandi hversu alþýðlegur hann er. Hann sendir samstundis frá sér skilaboð eitthvað á þessa leið: Hér er ég, ofur venjulegur maður í óvenjulegri stöðu, lítið gefinn fyrir seremoníur og prjál en stundum krefst starfið þess að maður taki þátt í slíku og þá læt ég mig bara hafa það en er ósköp feginn þegar því er lokið. Hann er ekki umvafinn þeirri blöndu af sjálfsöryggi og hroka sem oft er of áberandi í fari ráðamanna. Stundum má greina á andliti hans svip sem ber vott um að hann sé enn ögn undrandi á því að vera í þeirri stöðu sem hann er. Í hópi fyrirmanna sker hann sig þannig úr, enda er eftir honum tekið. Hann er nefnilega ekta. Þetta sýndi sig með miklum ágætum á norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi þar sem forsetinn var í pallborði ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar gerði forseti vor sér lítið fyrir og talaði stutta stund á rússnesku. Af svip gesta mátti ráða að þeir voru ögn ráðvilltir í byrjun, ekki alveg vissir hvernig bæri að taka þessu tiltæki forsetans. Smám saman breyttist svipurinn, þeir urðu afslappaðri og hlýlegt bros sást á vörum marga. Niðurstaða þeirra virtist vera að forseti Íslands væri drengur góður. Við lifum á tímum sem einkennast af þreytu í garð stjórnmála og stjórnmálamanna og stundum virðist sem fátt fái sameinað þjóðina nema þá helst einhverjir boltaleikir sem íslensk íþróttalið taka reglulega þátt í erlendis. Og svo lifir hún ætíð vonin um árangur, og helst sigur, í hinni árlegu og innihaldslitlu glimmersýningu Eurovision. Í báðum tilvikum er mikið um brostnar vonir. Ef þjóðin á sér sameiningartákn þá er það helst forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann nýtur almennra vinsælda, ekki síst vegna þess að hann hefur engan áhuga á að vera á stalli. Hann veit að hann er ósköp venjulegur maður sem þjóðin valdi til að gegna háu embætti. Því sinnir hann af hógværð, hlýju og manngæsku. Sannarlega drengur góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar ráðstefnur og samkomur einkennast yfirleitt af ákveðnum virðuleika, ekki síst ef þangað mætir valdamikið fólk sem lætur sér annt um ímynd sína og gætir þess vandlega að gefa ekki of mikið af sér. Fyrir vikið virkar það nokkuð fjarlægt, eins og það sé ekki í tengslum við líf venjulegs fólks. Fyrir fólk sem er með einkabílstjóra, einkaritara og alls kyns aðstoðarmenn er örugglega mjög auðvelt að glata veruleikatengingu og loka sig af í þægilegri einkaveröld þar sem aðrir eru reiðubúnir til þjónustu. Það eru þó ekki allir valdamiklir einstaklingar sem gætu svo auðveldlega valið þennan kost sem kæra sig um það. Þeir vilja bara fá að vera þeir sjálfir og um leið svo lánsamir að líta ekki stórt á sig. Þetta á einmitt við um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Þegar forseti Íslands mætir valdafólki frá öðrum löndum er áberandi hversu alþýðlegur hann er. Hann sendir samstundis frá sér skilaboð eitthvað á þessa leið: Hér er ég, ofur venjulegur maður í óvenjulegri stöðu, lítið gefinn fyrir seremoníur og prjál en stundum krefst starfið þess að maður taki þátt í slíku og þá læt ég mig bara hafa það en er ósköp feginn þegar því er lokið. Hann er ekki umvafinn þeirri blöndu af sjálfsöryggi og hroka sem oft er of áberandi í fari ráðamanna. Stundum má greina á andliti hans svip sem ber vott um að hann sé enn ögn undrandi á því að vera í þeirri stöðu sem hann er. Í hópi fyrirmanna sker hann sig þannig úr, enda er eftir honum tekið. Hann er nefnilega ekta. Þetta sýndi sig með miklum ágætum á norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi þar sem forsetinn var í pallborði ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar gerði forseti vor sér lítið fyrir og talaði stutta stund á rússnesku. Af svip gesta mátti ráða að þeir voru ögn ráðvilltir í byrjun, ekki alveg vissir hvernig bæri að taka þessu tiltæki forsetans. Smám saman breyttist svipurinn, þeir urðu afslappaðri og hlýlegt bros sást á vörum marga. Niðurstaða þeirra virtist vera að forseti Íslands væri drengur góður. Við lifum á tímum sem einkennast af þreytu í garð stjórnmála og stjórnmálamanna og stundum virðist sem fátt fái sameinað þjóðina nema þá helst einhverjir boltaleikir sem íslensk íþróttalið taka reglulega þátt í erlendis. Og svo lifir hún ætíð vonin um árangur, og helst sigur, í hinni árlegu og innihaldslitlu glimmersýningu Eurovision. Í báðum tilvikum er mikið um brostnar vonir. Ef þjóðin á sér sameiningartákn þá er það helst forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann nýtur almennra vinsælda, ekki síst vegna þess að hann hefur engan áhuga á að vera á stalli. Hann veit að hann er ósköp venjulegur maður sem þjóðin valdi til að gegna háu embætti. Því sinnir hann af hógværð, hlýju og manngæsku. Sannarlega drengur góður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun