Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 13:37 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands vann að rannsókninni hér á landi. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun á aukna hættu á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum en á rannsóknartímabilinu, sem spannaði yfir 25 ár, voru yfir 130 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma var borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga á sama aldri og af sama kyni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitutengdar raskanir voru að meðaltali meira en 60% líklegri en systkini þeirra að greinast með hjarta- og æðasjúkóm á fyrsta árinu eftir greiningu á áfallatengdum röskunum og nær 30% líklegri á árunum þar á eftir. Hættan á hjartabilun var einstaklega há, eða um sjöföld á við samanburðarsystkini, á fyrsta árinu eftir greiningu áfallatengdra raskana og áhættan á slagæðastíflu um tvöföld á árunum þar á eftir. Að auki kom í ljós að tengsl áfallatengdra raskana voru sterkari við hjarta- og æðasjúkdóma sem áttu sér stað fyrir 50 ára aldur. Þarf að staðfesta niðurstöðurnar með frekari rannsóknum Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Guðmund Þorgeirsson, prófessor emeritus og hjartalækni á Landspítala, ásamt fjölda annarra vísindamanna við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Haft er eftir þeim í tilkynningu að niðurstöðurnar séu mikilvægur áfangi í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. „Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Sökum smæðar hafa fyrri rannsóknir heldur ekki getað tekið til allra þeirra hjarta- og æðasjúkdóma sem okkar rannsókn hefur nú varpað ljósi á. […] Það þarf vissulega að staðfesta þessar niðurstöður með frekari rannsóknum og varpa frekara ljósi á undirliggjandi skýringarþætti og við erum með ýmsar slíkar rannsóknir í undirbúningi en rannsóknin Áfallasaga kvenna er meðal annars mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Aðstandendur rannsóknarinnar hér á landi fara yfir niðurstöðurnar á opinni málstofu í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 16 í dag. Heilbrigðismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun á aukna hættu á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum en á rannsóknartímabilinu, sem spannaði yfir 25 ár, voru yfir 130 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma var borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga á sama aldri og af sama kyni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitutengdar raskanir voru að meðaltali meira en 60% líklegri en systkini þeirra að greinast með hjarta- og æðasjúkóm á fyrsta árinu eftir greiningu á áfallatengdum röskunum og nær 30% líklegri á árunum þar á eftir. Hættan á hjartabilun var einstaklega há, eða um sjöföld á við samanburðarsystkini, á fyrsta árinu eftir greiningu áfallatengdra raskana og áhættan á slagæðastíflu um tvöföld á árunum þar á eftir. Að auki kom í ljós að tengsl áfallatengdra raskana voru sterkari við hjarta- og æðasjúkdóma sem áttu sér stað fyrir 50 ára aldur. Þarf að staðfesta niðurstöðurnar með frekari rannsóknum Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Guðmund Þorgeirsson, prófessor emeritus og hjartalækni á Landspítala, ásamt fjölda annarra vísindamanna við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Haft er eftir þeim í tilkynningu að niðurstöðurnar séu mikilvægur áfangi í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. „Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Sökum smæðar hafa fyrri rannsóknir heldur ekki getað tekið til allra þeirra hjarta- og æðasjúkdóma sem okkar rannsókn hefur nú varpað ljósi á. […] Það þarf vissulega að staðfesta þessar niðurstöður með frekari rannsóknum og varpa frekara ljósi á undirliggjandi skýringarþætti og við erum með ýmsar slíkar rannsóknir í undirbúningi en rannsóknin Áfallasaga kvenna er meðal annars mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Aðstandendur rannsóknarinnar hér á landi fara yfir niðurstöðurnar á opinni málstofu í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 16 í dag.
Heilbrigðismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira