Rykmistur yfir borginni væntanlega ættað frá Eyjafjallajökli Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2019 15:04 Svona var staðan yfir Grafarvogi klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi. Reykjavík Veður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi.
Reykjavík Veður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira