400 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur síðustu daga á þeim slóðum þar sem banaslysið varð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Brunavarnir Austur-Húnvetninga Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Sjá meira
Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar.
Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Sjá meira
Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55