Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 22:13 Umrædd blokk fyrir eldri borgara er að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45