Í bænum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. maí 2019 10:00 Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun