Loftið er upprunnið á heimsskautasvæðinu og „viðbúið að það muni leiða af sér snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands næstu daga.“ Þó er ekki að sjá að ofankoman verði stöðug eða mikil og á láglendi getur hiti skriðið nokkrar gráður yfir frostmarkið yfir hádaginn, sem ætti að nægja til að taka upp þann snjó sem fellur.
Sunnan- og vestanlands verður öllu bjartara yfir næstu daga, þótt vissulega verði napurt þar sem norðangjólan nær sér á strik.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él norðan- og austanlands, en þurrt annars staðar og bjart veður á köflum. Hiti 1 til 9 stig, mildast S-til, en víða næturfrost.
Á föstudag og laugardag:
Áframhaldandi norðlægar áttir með dálitlum éljum, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt. Þurrt og svalt veður, einkum fyrir norðan.
Á mánudag:
Hvöss austlæg átt með rigningu víða um land og hlýnandi veðri.