Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. maí 2019 19:00 Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51