Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega Árni Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 20:00 KR-ingar fagna einu þriggja marka sinna í dag. vísir/bára KR vann ÍBV nokkuð þægilega í annarri umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í dag 3-0 á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Leikurinn fór þó hægt af stað og það tók KR 55 mínútur tæpar að brjóta niður skipulagða Eyjamenn sem að þurftu þá að færa sig ofar á völlinn og gáfu þar með pláss fyrir KR-inga að sækja í bakvið vörn þeirra og skora tvö mörk til viðbótar og tryggja sigurinn. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik þá tók það ekki nema rúmar níu mínútur í þeim seinni til að brjóta ísinn fyrir heimamenn þegar Pálmi Rafn Pálmason skoraði af stuttu færi með því að fylgja eftir skalla Óskars Arnar Haukssonar í stöng Eyjamanna. Óskar var svo sjálfur á ferðinni, á 66. mínútu, þegar hann tók við frábærri sendingu Kennie Chopart í teig gestanna og dúndraði boltanum framhjá Veloso í markinu. Aftur var Óskar á ferð þegar hann sprengdi upp varnarlínu Eyjamanna með góðri stungusendingu á Björgvin Stefánsson sem þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann framhjá markverði Eyjamanna á 87. mínútu til að gulltryggja sigur KR.Afhverju vann KR?KR-ingar voru einfaldlega beittari í sínum aðgerðum í dag. Þeir þurftu að sýna þolinmæði gegn Eyjamönnum sem sátu mjög aftarlega á vellinum og reyndu að komast í skyndisóknir til að gera heimamönnum skráveifu. KR var mikið meira með boltann allan leikinn og þegar ísinn brotnaði og gestirnir þurftu að færa sig ofar á völlinn til að freista þess að skapa sér færi gengur KR-ingar á lagið og kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku.Hverjir stóðu upp úr?Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, fór fyrir sínum mönnum í dag. Hann átti þátt í öllum mörkum heimamanna og ógnaði mikið á vinstri kantinum með dyggri aðstoð Pabol Punyed. Kennie Chopart átti þá góðan leik og skilaði stoðsendingu en hann var að allan leikinn upp og niður hægri vænginn og þá skoraði Pálm Rafn gott mark sem braut ísinn ásamt því að eiga góðan varnarleik á miðju vallarins.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Eyjamanna var nánast enginn. Þeir áttu nokkrar skyndisóknir í fyrri hálfleik en í þeim síðari komust þeir varla í hálffæri jafnvel þótt þeir fjölguðu í sókn sinni og færðu sig ofar á völlinn. Varnarskipulag þeirra hélt í 55 mínútur í dag en þegar það þurfti að riðla því þá fengu heimamenn nánast greiða leið að markinu og nýttu sér það í tvígang til viðbótar.Hvað gerist næst?Eyjamenn fá Grindvíkinga í heimsókn og þurfa nauðsynlega að stoppa í götin í varnarleiknum enda búnir að fá á sig sex mörk í tveimur deildarleikjum. Þá þurfa þeir einnig að finna lausnir í sóknarleik sínum en þeir hafa ekki skorað í þessum tveimur deildarleikjum og kann það ekki góðri lukku að stýra ef lið skorar ekki mörk og er hriplekt til baka. KR sitja á toppi deildarinnar þegar þetta er skrifað en þeir fá Fylkismenn í heimsókn eftir viku. Það er þá tækifæri til að halda áfram að spila vel og ná í stig en KR-ingar tala mikið um mikilvægi þess að vinna heimaleikina sína á Meistaravöllum. Pedro Hipólito: Veit ekki hvort Pálmi var rangstæðurPedro bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í deildarleik sem þjálfari ÍBV.vísir/báraÞjálfari Eyjamanna var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til árangurs fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið“. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn“. Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil“. Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik“. Rúnar: Fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum er mjög ásættanlegtRúnar er ánægður með uppskeruna í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar.vísir/báraÞjálfari KR var sammála því að sigurinn í dag á móti ÍBV hafi verið nokkuð þægilegur en að það hafi þurft þolinmæði hjá hans mönnum. „Við þurftum heldur betur að sýna þolinmæði. Við vorum full hægir í fyrri hálfleik og við náðum ekki að opna þá nægilega vel, fengum samt tvö eða þrjú ágætis færi og vorum með nokkuð góða stjórn á leiknum. Það var samt ekki fyrr en í seinni hálfleik sem við jukum hraðann örlítið og náðum að skapa okkur nokkur færi og skora þessi mörk. Fyrsta markið kom eftir fast leikatriði hjá okkur, hornspyrnu, sem opnaði leikinn og ég var mjög ánægður með það enda þarf oft fast leikatriði til að brjóta á bak aftur svona sterkar varnir“. „Eyjamenn voru mjög vel skipulagðir og erfiðir við að eiga og við erum bara mjög sáttir með þennan sigur og þessi þrjú mörk“. Rúnar var því næst spurður út í leikskipulagið og hvernig honum fannst það ganga. Pablo Punyed og Kennie Chopart voru notaðir sem bakverðir hálfpartinn í dag en mikið flæði fannst blaðamanni í skipulagi KR-inga í dag. „Kennie og Pablo eru búnir að spila bakvörð hjá mér í töluverðan tíma þannig að þeir búnir að eigna sér þær stöður í augnablikinu og hafa gert þetta mjög vel. Við erum búnir að vera aðeins að breyta í okkar skipulagi og hvar menn eru að spila. Pablo náttúrlega vanur að spila á miðjunni og Kennie í senternum en við prófuðum þetta í vetur og þetta hefur heppnast ágætlega“. „Við erum ánægðir með leikmannahópinn, sáttir með skiptingarnar bæði í dag og í síðasta leik. Menn eru að koma inn og skila mjög góðu dagsverki og líka þeir sem byrja leikinn. Ég er ánægður með breiddina í hópnum og ánægður með að allir séu að skila sínu til liðsins. Það er það sem þarf til að ná í stig og vonandi safna stigum eitthvað fram í sumarið“. Eins og lesa má þá var og er Rúnar mjög ánægður með stöðu mála og því lá beinast við að spyrja út í uppskeruna hingað til í deildinni. Hann er væntanlega ánægður með hana líka. „Já mjög svo. Fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum er mjög ásættanlegt, sérstaklega að vinna hér heima, hérna viljum við alltaf vinna. Ef við getum síðan sótt stig á útivelli, eitt og jafnvel þrjú einhvern tímann þá getum við orðið mjög ánægðir með það. Þetta snýst um að kíkja á töfluna einhvern tímann í lok september“, sagði Rúnar Kristinsson himinlifandi með bros á vör. Pepsi Max-deild karla
KR vann ÍBV nokkuð þægilega í annarri umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í dag 3-0 á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Leikurinn fór þó hægt af stað og það tók KR 55 mínútur tæpar að brjóta niður skipulagða Eyjamenn sem að þurftu þá að færa sig ofar á völlinn og gáfu þar með pláss fyrir KR-inga að sækja í bakvið vörn þeirra og skora tvö mörk til viðbótar og tryggja sigurinn. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik þá tók það ekki nema rúmar níu mínútur í þeim seinni til að brjóta ísinn fyrir heimamenn þegar Pálmi Rafn Pálmason skoraði af stuttu færi með því að fylgja eftir skalla Óskars Arnar Haukssonar í stöng Eyjamanna. Óskar var svo sjálfur á ferðinni, á 66. mínútu, þegar hann tók við frábærri sendingu Kennie Chopart í teig gestanna og dúndraði boltanum framhjá Veloso í markinu. Aftur var Óskar á ferð þegar hann sprengdi upp varnarlínu Eyjamanna með góðri stungusendingu á Björgvin Stefánsson sem þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann framhjá markverði Eyjamanna á 87. mínútu til að gulltryggja sigur KR.Afhverju vann KR?KR-ingar voru einfaldlega beittari í sínum aðgerðum í dag. Þeir þurftu að sýna þolinmæði gegn Eyjamönnum sem sátu mjög aftarlega á vellinum og reyndu að komast í skyndisóknir til að gera heimamönnum skráveifu. KR var mikið meira með boltann allan leikinn og þegar ísinn brotnaði og gestirnir þurftu að færa sig ofar á völlinn til að freista þess að skapa sér færi gengur KR-ingar á lagið og kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku.Hverjir stóðu upp úr?Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, fór fyrir sínum mönnum í dag. Hann átti þátt í öllum mörkum heimamanna og ógnaði mikið á vinstri kantinum með dyggri aðstoð Pabol Punyed. Kennie Chopart átti þá góðan leik og skilaði stoðsendingu en hann var að allan leikinn upp og niður hægri vænginn og þá skoraði Pálm Rafn gott mark sem braut ísinn ásamt því að eiga góðan varnarleik á miðju vallarins.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Eyjamanna var nánast enginn. Þeir áttu nokkrar skyndisóknir í fyrri hálfleik en í þeim síðari komust þeir varla í hálffæri jafnvel þótt þeir fjölguðu í sókn sinni og færðu sig ofar á völlinn. Varnarskipulag þeirra hélt í 55 mínútur í dag en þegar það þurfti að riðla því þá fengu heimamenn nánast greiða leið að markinu og nýttu sér það í tvígang til viðbótar.Hvað gerist næst?Eyjamenn fá Grindvíkinga í heimsókn og þurfa nauðsynlega að stoppa í götin í varnarleiknum enda búnir að fá á sig sex mörk í tveimur deildarleikjum. Þá þurfa þeir einnig að finna lausnir í sóknarleik sínum en þeir hafa ekki skorað í þessum tveimur deildarleikjum og kann það ekki góðri lukku að stýra ef lið skorar ekki mörk og er hriplekt til baka. KR sitja á toppi deildarinnar þegar þetta er skrifað en þeir fá Fylkismenn í heimsókn eftir viku. Það er þá tækifæri til að halda áfram að spila vel og ná í stig en KR-ingar tala mikið um mikilvægi þess að vinna heimaleikina sína á Meistaravöllum. Pedro Hipólito: Veit ekki hvort Pálmi var rangstæðurPedro bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í deildarleik sem þjálfari ÍBV.vísir/báraÞjálfari Eyjamanna var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til árangurs fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið“. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn“. Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil“. Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik“. Rúnar: Fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum er mjög ásættanlegtRúnar er ánægður með uppskeruna í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar.vísir/báraÞjálfari KR var sammála því að sigurinn í dag á móti ÍBV hafi verið nokkuð þægilegur en að það hafi þurft þolinmæði hjá hans mönnum. „Við þurftum heldur betur að sýna þolinmæði. Við vorum full hægir í fyrri hálfleik og við náðum ekki að opna þá nægilega vel, fengum samt tvö eða þrjú ágætis færi og vorum með nokkuð góða stjórn á leiknum. Það var samt ekki fyrr en í seinni hálfleik sem við jukum hraðann örlítið og náðum að skapa okkur nokkur færi og skora þessi mörk. Fyrsta markið kom eftir fast leikatriði hjá okkur, hornspyrnu, sem opnaði leikinn og ég var mjög ánægður með það enda þarf oft fast leikatriði til að brjóta á bak aftur svona sterkar varnir“. „Eyjamenn voru mjög vel skipulagðir og erfiðir við að eiga og við erum bara mjög sáttir með þennan sigur og þessi þrjú mörk“. Rúnar var því næst spurður út í leikskipulagið og hvernig honum fannst það ganga. Pablo Punyed og Kennie Chopart voru notaðir sem bakverðir hálfpartinn í dag en mikið flæði fannst blaðamanni í skipulagi KR-inga í dag. „Kennie og Pablo eru búnir að spila bakvörð hjá mér í töluverðan tíma þannig að þeir búnir að eigna sér þær stöður í augnablikinu og hafa gert þetta mjög vel. Við erum búnir að vera aðeins að breyta í okkar skipulagi og hvar menn eru að spila. Pablo náttúrlega vanur að spila á miðjunni og Kennie í senternum en við prófuðum þetta í vetur og þetta hefur heppnast ágætlega“. „Við erum ánægðir með leikmannahópinn, sáttir með skiptingarnar bæði í dag og í síðasta leik. Menn eru að koma inn og skila mjög góðu dagsverki og líka þeir sem byrja leikinn. Ég er ánægður með breiddina í hópnum og ánægður með að allir séu að skila sínu til liðsins. Það er það sem þarf til að ná í stig og vonandi safna stigum eitthvað fram í sumarið“. Eins og lesa má þá var og er Rúnar mjög ánægður með stöðu mála og því lá beinast við að spyrja út í uppskeruna hingað til í deildinni. Hann er væntanlega ánægður með hana líka. „Já mjög svo. Fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum er mjög ásættanlegt, sérstaklega að vinna hér heima, hérna viljum við alltaf vinna. Ef við getum síðan sótt stig á útivelli, eitt og jafnvel þrjú einhvern tímann þá getum við orðið mjög ánægðir með það. Þetta snýst um að kíkja á töfluna einhvern tímann í lok september“, sagði Rúnar Kristinsson himinlifandi með bros á vör.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti