Stjórnvöld brjóta gegn réttindum örorkulífeyrisþega og stjórnmálamönnum er alveg sama Hópur skrifar 2. maí 2019 07:00 Það er stundum tilviljunarkennt hvað vekur áhuga stjórnmálamanna og hvað fer fram hjá þeim. Mikið hefur t.d. verið rætt um lögbrot Seðlabankans sem sektaði útgerðarfyrirtækið Samherja um 15 milljónir króna með ólögmætum hætti. Slíkt er að sjálfsögðu alvarlegt og ekki bætir úr skák að Seðlabankinn þráaðist lengi við að láta af háttseminni þrátt fyrir að hafa verið bent á ólögmætið. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti í janúar 2019 um að ákvarðanir Seðlabankans hefðu verið ólögmætar. Stjórnmálamenn virðast allir vera sammála um alvarleika málsins og margir hafa látið stór orð falla í fjölmiðlum. Samherji og önnur fyrirtæki, sem hafa verið ranglega sektuð, eiga að fá allt greitt til baka. Engum stjórnmálamanni dettur í hug að greiða einungis hluta af því sem ólöglega var haft af þeim. Svona eiga alþingismenn og ráðherrar að sjálfsögðu að bregðast við þegar stjórnvöld beita borgara sína ranglæti.Fimmtán eða fimm þúsund milljónir Á sama tíma og Seðlabankamálið hefur verið í gangi (og raunar mun lengur) hefur annað mál fengið litla athygli stjórnmálamanna. Snýst það mál um að Tryggingastofnun hefur í 10 ár skert greiðslur til örorkulífeyrisþega með ólögmætum hætti. Svo virðist sem stofnunin haf i ákveðið þessar skerðingar upp á sitt eindæmi því skerðingarnar byrjuðu skyndilega vorið 2009 án þess að lög eða reglur hefðu breyst. Frá því að skerðingarnar hófust hefur stofnunin ólöglega skert örorkulífeyri um u.þ.b. hálfan milljarð króna á hverju ári. Það eru 5 milljarðar króna á þeim tíu árum sem ólögmæta skerðingin hefur staðið yfir. Skerðingarnar bitna misjafnlega á fólki. Suma einstaklinga hefur Tryggingastofnun hlunnfarið um 200 þúsund krónur í hverjum einasta mánuði, sem gerir meira en 20 milljónir króna á öllu tímabilinu. Veikir eða fatlaðir einstaklingar fá enn greiddar tæpar 40.000 krónur á mánuði en ættu að fá rúmar 240.000 krónur. Þessir einstaklingar eru til dæmis foreldrar fátækustu barnanna á Íslandi, barna sem líða skort og fá ekki þau tækifæri sem þau ættu að fá. Tryggingastofnun hefur á undanförnum árum fengið fjölmargar ábendingar um að skerðingarnar séu ólögmætar. Stofnunin þráaðist við þar til umboðsmaður Alþingis greip í taumana og skilaði áliti í júní 2018 sem var afdráttarlaust um að skerðingar Tryggingastofnunar væru ólögmætar. Viðbrögð stjórnmálamanna hafa ekki verið eins og ætla mætti. Fáir hafa lýst yfir vanþóknun á þessum alvarlegu lögbrotum og engir opnir fundir hafa verið haldnir til þess að krefjast skýringa. Í stað þess að leiðrétta ólögmætið og greiða örorkulífeyrisþegum allt það sem ranglega var tekið hefur félagsmálaráðherra sagt að einungis 40% verði greidd til baka, 4 ár af 10. Í þeirri afstöðu felst um leið að ráðherranum finnst sjálfsagt að halda eftir 60% af því fé sem undirstofnun hans tók ólöglega af fólkinu sem býr við verstu kjörin í þessu landi. Brotin standa enn Örorkulífeyrir er greiddur út mánaðarlega enda ætlaður til framfærslu með sama hætti og laun, atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof o.s.frv. Íslenska ríkið hefur í hverjum einasta mánuði í 10 ár skert framfærslu og þar með lífskjör örorkulífeyrisþega um tugi og jafnvel hundruð þúsunda króna. Ríkisstjórnin ætlar ekki að rétta hlut fólks nema að litlum hluta en auk þess er enn ekki búið að stöðva skerðingarnar og eru þær því ennþá framk væmdar. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu í júní í fyrra og í kjölfarið viðurkenndu ráðuneytið og Tryggingastofnun að greiðslur til þúsund manns væru ólöglega skertar um hver mánaðamót. Samt er ólögmætum skerðingum haldið áfram og þær framkvæmdar mánaðarlega þótt næstum ár sé liðið frá áliti Umboðsmanns. Tryggingastofnun og ráðuneytið eru því viljandi að brjóta gegn réttindum þúsund einstaklinga um hver einustu mánaðamót. Nýjustu áætlanir félagsmálaráðherra gera ráð fyrir að þetta verði ekki leiðrétt fyrr en á næsta ári. Mismunun gegn fötluðu fólki á sér margar birtingarmyndir. Ólík viðbrögð stjórnvalda og stjórnmálamanna við þeim lögbrotum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru ein slík birtingarmynd. Þegar upp kemst um lögbrot sem bitnað hafa á fólki sem stjórnmálamenn geta að einhverju leyti samsamað sig með eru viðbrögðin skjót og afgerandi. Þegar lögbrotin beinast hins vegar að fötluðu fólki sem fæstir stjórnmálamenn eiga mikla samleið með láta viðbrögðin á sér standa. Það er vont að búa í samfélagi misréttis þar sem stjórnmálamenn telja að sumir skipti miklu máli en aðrir minna máli. Það er von undirritaðra að stjórnmálamenn sjái sóma sinn í því að bregðast eins við því þegar upp kemst um kerfisbundin brot gegn borgurunum óháð því að hvaða þjóðfélagshópum þau beinast.Höfundar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍDaníel Isebarn Ágútsson, lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það er stundum tilviljunarkennt hvað vekur áhuga stjórnmálamanna og hvað fer fram hjá þeim. Mikið hefur t.d. verið rætt um lögbrot Seðlabankans sem sektaði útgerðarfyrirtækið Samherja um 15 milljónir króna með ólögmætum hætti. Slíkt er að sjálfsögðu alvarlegt og ekki bætir úr skák að Seðlabankinn þráaðist lengi við að láta af háttseminni þrátt fyrir að hafa verið bent á ólögmætið. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti í janúar 2019 um að ákvarðanir Seðlabankans hefðu verið ólögmætar. Stjórnmálamenn virðast allir vera sammála um alvarleika málsins og margir hafa látið stór orð falla í fjölmiðlum. Samherji og önnur fyrirtæki, sem hafa verið ranglega sektuð, eiga að fá allt greitt til baka. Engum stjórnmálamanni dettur í hug að greiða einungis hluta af því sem ólöglega var haft af þeim. Svona eiga alþingismenn og ráðherrar að sjálfsögðu að bregðast við þegar stjórnvöld beita borgara sína ranglæti.Fimmtán eða fimm þúsund milljónir Á sama tíma og Seðlabankamálið hefur verið í gangi (og raunar mun lengur) hefur annað mál fengið litla athygli stjórnmálamanna. Snýst það mál um að Tryggingastofnun hefur í 10 ár skert greiðslur til örorkulífeyrisþega með ólögmætum hætti. Svo virðist sem stofnunin haf i ákveðið þessar skerðingar upp á sitt eindæmi því skerðingarnar byrjuðu skyndilega vorið 2009 án þess að lög eða reglur hefðu breyst. Frá því að skerðingarnar hófust hefur stofnunin ólöglega skert örorkulífeyri um u.þ.b. hálfan milljarð króna á hverju ári. Það eru 5 milljarðar króna á þeim tíu árum sem ólögmæta skerðingin hefur staðið yfir. Skerðingarnar bitna misjafnlega á fólki. Suma einstaklinga hefur Tryggingastofnun hlunnfarið um 200 þúsund krónur í hverjum einasta mánuði, sem gerir meira en 20 milljónir króna á öllu tímabilinu. Veikir eða fatlaðir einstaklingar fá enn greiddar tæpar 40.000 krónur á mánuði en ættu að fá rúmar 240.000 krónur. Þessir einstaklingar eru til dæmis foreldrar fátækustu barnanna á Íslandi, barna sem líða skort og fá ekki þau tækifæri sem þau ættu að fá. Tryggingastofnun hefur á undanförnum árum fengið fjölmargar ábendingar um að skerðingarnar séu ólögmætar. Stofnunin þráaðist við þar til umboðsmaður Alþingis greip í taumana og skilaði áliti í júní 2018 sem var afdráttarlaust um að skerðingar Tryggingastofnunar væru ólögmætar. Viðbrögð stjórnmálamanna hafa ekki verið eins og ætla mætti. Fáir hafa lýst yfir vanþóknun á þessum alvarlegu lögbrotum og engir opnir fundir hafa verið haldnir til þess að krefjast skýringa. Í stað þess að leiðrétta ólögmætið og greiða örorkulífeyrisþegum allt það sem ranglega var tekið hefur félagsmálaráðherra sagt að einungis 40% verði greidd til baka, 4 ár af 10. Í þeirri afstöðu felst um leið að ráðherranum finnst sjálfsagt að halda eftir 60% af því fé sem undirstofnun hans tók ólöglega af fólkinu sem býr við verstu kjörin í þessu landi. Brotin standa enn Örorkulífeyrir er greiddur út mánaðarlega enda ætlaður til framfærslu með sama hætti og laun, atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof o.s.frv. Íslenska ríkið hefur í hverjum einasta mánuði í 10 ár skert framfærslu og þar með lífskjör örorkulífeyrisþega um tugi og jafnvel hundruð þúsunda króna. Ríkisstjórnin ætlar ekki að rétta hlut fólks nema að litlum hluta en auk þess er enn ekki búið að stöðva skerðingarnar og eru þær því ennþá framk væmdar. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu í júní í fyrra og í kjölfarið viðurkenndu ráðuneytið og Tryggingastofnun að greiðslur til þúsund manns væru ólöglega skertar um hver mánaðamót. Samt er ólögmætum skerðingum haldið áfram og þær framkvæmdar mánaðarlega þótt næstum ár sé liðið frá áliti Umboðsmanns. Tryggingastofnun og ráðuneytið eru því viljandi að brjóta gegn réttindum þúsund einstaklinga um hver einustu mánaðamót. Nýjustu áætlanir félagsmálaráðherra gera ráð fyrir að þetta verði ekki leiðrétt fyrr en á næsta ári. Mismunun gegn fötluðu fólki á sér margar birtingarmyndir. Ólík viðbrögð stjórnvalda og stjórnmálamanna við þeim lögbrotum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru ein slík birtingarmynd. Þegar upp kemst um lögbrot sem bitnað hafa á fólki sem stjórnmálamenn geta að einhverju leyti samsamað sig með eru viðbrögðin skjót og afgerandi. Þegar lögbrotin beinast hins vegar að fötluðu fólki sem fæstir stjórnmálamenn eiga mikla samleið með láta viðbrögðin á sér standa. Það er vont að búa í samfélagi misréttis þar sem stjórnmálamenn telja að sumir skipti miklu máli en aðrir minna máli. Það er von undirritaðra að stjórnmálamenn sjái sóma sinn í því að bregðast eins við því þegar upp kemst um kerfisbundin brot gegn borgurunum óháð því að hvaða þjóðfélagshópum þau beinast.Höfundar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍDaníel Isebarn Ágútsson, lögmaður
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun