Ljón á vegi blómlegrar verslunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 08:15 Athygli vakti í liðnum mánuði þegar breska verslanakeðjan Debenhams, sem var stofnuð fyrir ríflega 240 árum, fór í greiðslustöðvun og var í kjölfarið tekin yfir af kröfuhöfum sem hyggjast draga verulega úr umsvifum keðjunnar. Á sama tíma greindi ráðgjafarfyrirtækið Coresight frá því að bandarískir smásalar hefðu í hyggju að loka allt að sex þúsundum verslunum í ár sem yrðu þá 2,2 prósent fleiri verslanir en í fyrra. Allt ber að sama brunni. Á sama tíma og netverslun stóreykst berjast rótgrónar verslanakeðjur í bökkum. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi – með aukinni netverslun, minna trausti neytenda og breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar – hefur leitt til þess að hefðbundnar verslanir hafa þurft að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, draga saman seglin og laga sig að breyttum veruleika. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við, eins og eigendur Claire’s, Sears og Toys R Us, svo dæmi séu nefnd, hafa fengið að kenna á. Ris Amazon, eins verðmætasta fyrirtækis heims, er hin hliðin á sama peningi. Íslenskar verslanir hafa vitaskuld ekki farið varhluta af þessari þróun. Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rak á sínum tíma Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast og Dorothy Perkins, hefur til að mynda dregið verulega úr fataverslun á umliðnum árum. Verslun víða í miðborginni á jafnframt undir högg að sækja og standa mörg verslunarrými þar á besta stað nú auð. Þessi hraða þróun – sú breyting sem er að verða á verslunarmynstri fólks – er ein helsta áskorunin sem íslenskir verslunareigendur standa frammi fyrir um þessar mundir, fremur en göngugötur og skortur á bílastæðum, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Fyrir utan þá staðreynd að nær hvergi í evrópskum miðborgum er eins mikið af niðurgreiddum bílastæðum og miðsvæðis í Reykjavík hefur umferð um miðborgina stóraukist frá því sem áður var. Reykvísk borgaryfirvöld mættu í því sambandi líta til miðborga í evrópskum stórborgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Ósló, þar sem markvisst er verið að þrengja að einkabílnum og auka þess í stað rými fyrir gangandi. Um leið mættu reykvískir stjórnmálamenn taka skattastefnu borgarinnar til gagngerrar endurskoðunar en þau himinháu fasteignagjöld sem hún leggur á verslunarhúsnæði í miðborginni eru vafalaust einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að verslun þar blómgist og dafni. Engum dylst að miðað við arðsemi fasteignafélaganna eiga þau ekki annarra kosta völ en að velta tugprósenta hækkunum á fasteignagjöldum út í leiguverð – verslunarfyrirtækjum til tjóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Athygli vakti í liðnum mánuði þegar breska verslanakeðjan Debenhams, sem var stofnuð fyrir ríflega 240 árum, fór í greiðslustöðvun og var í kjölfarið tekin yfir af kröfuhöfum sem hyggjast draga verulega úr umsvifum keðjunnar. Á sama tíma greindi ráðgjafarfyrirtækið Coresight frá því að bandarískir smásalar hefðu í hyggju að loka allt að sex þúsundum verslunum í ár sem yrðu þá 2,2 prósent fleiri verslanir en í fyrra. Allt ber að sama brunni. Á sama tíma og netverslun stóreykst berjast rótgrónar verslanakeðjur í bökkum. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi – með aukinni netverslun, minna trausti neytenda og breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar – hefur leitt til þess að hefðbundnar verslanir hafa þurft að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, draga saman seglin og laga sig að breyttum veruleika. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við, eins og eigendur Claire’s, Sears og Toys R Us, svo dæmi séu nefnd, hafa fengið að kenna á. Ris Amazon, eins verðmætasta fyrirtækis heims, er hin hliðin á sama peningi. Íslenskar verslanir hafa vitaskuld ekki farið varhluta af þessari þróun. Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rak á sínum tíma Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast og Dorothy Perkins, hefur til að mynda dregið verulega úr fataverslun á umliðnum árum. Verslun víða í miðborginni á jafnframt undir högg að sækja og standa mörg verslunarrými þar á besta stað nú auð. Þessi hraða þróun – sú breyting sem er að verða á verslunarmynstri fólks – er ein helsta áskorunin sem íslenskir verslunareigendur standa frammi fyrir um þessar mundir, fremur en göngugötur og skortur á bílastæðum, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Fyrir utan þá staðreynd að nær hvergi í evrópskum miðborgum er eins mikið af niðurgreiddum bílastæðum og miðsvæðis í Reykjavík hefur umferð um miðborgina stóraukist frá því sem áður var. Reykvísk borgaryfirvöld mættu í því sambandi líta til miðborga í evrópskum stórborgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Ósló, þar sem markvisst er verið að þrengja að einkabílnum og auka þess í stað rými fyrir gangandi. Um leið mættu reykvískir stjórnmálamenn taka skattastefnu borgarinnar til gagngerrar endurskoðunar en þau himinháu fasteignagjöld sem hún leggur á verslunarhúsnæði í miðborginni eru vafalaust einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að verslun þar blómgist og dafni. Engum dylst að miðað við arðsemi fasteignafélaganna eiga þau ekki annarra kosta völ en að velta tugprósenta hækkunum á fasteignagjöldum út í leiguverð – verslunarfyrirtækjum til tjóns.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun