Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 14:51 Boris Johnson var ötull talsmaður þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss. Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00