Í dag og á morgun verða suðlægar áttir, 3-10 m/s ríkjandi en suðaustan strekkingur við SV-ströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þar segir í dag verði súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands en bjartviðri á Norður- og Norðausturlandi.
Svipað veður á morgun en þó heldur meiri úrkoma og má búast við vætu við Húnaflóa síðdegis á morgun. Hiti 8 til 18 stig, svalast suðaustanlands. Áfram mildar suðaustlægar áttir með rigningu með köflum sunnan- og vestanlands en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Lítur út fyrir hægviðri á sunnudag og mánudag, skýjað við sjóinn en bjart inn til landsins.
Á miðvikudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur og bjart með köflum á N- og A-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á fimmtudag:
Sunnan 3-8 og víða léttskýjað N- og A-lands, en rigning með köflum á S- og V-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg áttir og víða léttskýjað á NA-verðu landinu, annars rigning með köflum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt, skýjað við sjóinn en bjart inn til landsins. Hiti 8 til 18 stig, svalast við sjóinn.
