Dæmd í tíu ára fangelsi fyrir njósnir Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 21:59 Tehran borg. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Rouzbeh Fouladi Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran. Bretland Íran Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran.
Bretland Íran Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira