Johnson þarf að koma fyrir dóm vegna meintra lyga um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 10:28 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði. Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30
Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49