Norskur heimsmeistari vill bara æfa með stelpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Karsten Warholm með gullið sem hann vann á EM innanhúss í vetur, Getty/Matthias Kern Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm. Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm.
Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira