Ármann úr forstjórastóli Kviku Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2019 10:06 Ármann Þorvaldsson, fráfarandi forstjóri Kviku banka. Ármann Þorvaldsson hefur farið fram á að breyta hlutverki sínu hjá Kviku og hætta sem forstjóri Kviku, en mun samtímis taka við starfi aðstoðarforstjóra bankans. Marinó Örn Tryggvason tekur við forstjórastöðunni, en hann hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra frá 2017. Í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar segir jafnframt að starf Ármanns muni í framhaldinu „ einskorðast við uppbyggingu viðskiptatengsla, þróun viðskiptatækifæra og að styðja við áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi bankans í Bretlandi.“ Ármann segir í tilkynningunni að hann hafi ekki áhuga á því að sinna hinum „umtalsverðu stjórnunarlegu skyldum,“ sem fylgja forstjórastarfinu, til langframa. Marinó Örn TryggvasonkvikaHins vegar vilji hann áfram starfa hjá Kviku og einbeita sér að „verkefnum sem snúa að því að styrkja tengsl við viðskiptavini og þróa viðskiptatækifæri. Uppbyggingin á starfsemi bankans í Bretlandi hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og ljóst að þar eru sóknartækifæri til framtíðar fyrir Kviku. Með þessari breytingu tel ég að hægt sé að nýta betur reynslu mína, þekkingu og tengsl í Bretlandi til þess að styðja við áframhaldandi vöxt þar.“ Haft er eftir Marinó Erni, sem starfaði áður hjá Arion banka og forvera hans frá árinu 2002, að honum hafi þótt gefandi að starfi fyrir Kviku undanfarin tvö ár. „Hjá Kviku starfar hópur öflugra starfsmanna sem verður gaman að starfa áfram með. Starfsumhverfi fjármálafyrirtækja er að breytast og Kvika er í einstakri stöðu til þess að nýta tækifæri framtíðarinnar. Það er spennandi verkefni að halda áfram að byggja upp öflugt fjármálafyrirtæki með stjórn og starfsmönnum bankans,“ segir Marinó, sem er með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Íslenskir bankar Markaðir Vistaskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Ármann Þorvaldsson hefur farið fram á að breyta hlutverki sínu hjá Kviku og hætta sem forstjóri Kviku, en mun samtímis taka við starfi aðstoðarforstjóra bankans. Marinó Örn Tryggvason tekur við forstjórastöðunni, en hann hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra frá 2017. Í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar segir jafnframt að starf Ármanns muni í framhaldinu „ einskorðast við uppbyggingu viðskiptatengsla, þróun viðskiptatækifæra og að styðja við áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi bankans í Bretlandi.“ Ármann segir í tilkynningunni að hann hafi ekki áhuga á því að sinna hinum „umtalsverðu stjórnunarlegu skyldum,“ sem fylgja forstjórastarfinu, til langframa. Marinó Örn TryggvasonkvikaHins vegar vilji hann áfram starfa hjá Kviku og einbeita sér að „verkefnum sem snúa að því að styrkja tengsl við viðskiptavini og þróa viðskiptatækifæri. Uppbyggingin á starfsemi bankans í Bretlandi hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og ljóst að þar eru sóknartækifæri til framtíðar fyrir Kviku. Með þessari breytingu tel ég að hægt sé að nýta betur reynslu mína, þekkingu og tengsl í Bretlandi til þess að styðja við áframhaldandi vöxt þar.“ Haft er eftir Marinó Erni, sem starfaði áður hjá Arion banka og forvera hans frá árinu 2002, að honum hafi þótt gefandi að starfi fyrir Kviku undanfarin tvö ár. „Hjá Kviku starfar hópur öflugra starfsmanna sem verður gaman að starfa áfram með. Starfsumhverfi fjármálafyrirtækja er að breytast og Kvika er í einstakri stöðu til þess að nýta tækifæri framtíðarinnar. Það er spennandi verkefni að halda áfram að byggja upp öflugt fjármálafyrirtæki með stjórn og starfsmönnum bankans,“ segir Marinó, sem er með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Íslenskir bankar Markaðir Vistaskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira