Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 16:59 Lögreglan handtekur mótmælanda. getty/Robin Pope Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“ Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“
Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira