May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. maí 2019 18:00 Theresa May forsætisráðherra yfirgefur Downing Stræti 10. EPA/EFE Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi. Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38