Tímamótaborgarstjóri í Chicago Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. maí 2019 07:45 Lightfoot ásamt eiginkonu og dóttur við innsetninguna. Fréttablaðið/Getty Tímamót urðu í stjórnmálasögu Chicago, þriðju stærstu borg Bandaríkjanna, í gær þegar Demókratinn Lori Lightfoot sór embættiseið borgarstjóra. Lightfoot er fyrsta þeldökka konan sem tekur við stjórn borgarinnar og einnig fyrsti borgarstjóri hennar sem er opinberlega samkynhneigður. Lightfoot nýtur gríðarlegra vinsælda í borginni en hún fékk 75 prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum. „Brúnir og þeldökkir krakkar í þessari borg ættu að alast upp vitandi að þau geta orðið hvað sem er og elskað hvern sem þeim sýnist. Þannig er mín Chicago. Það get ég sagt nú þegar ég hef verið svarin í embætti borgarstjóra fyrst þeldökkra kvenna og fyrst samkynhneigðra,“ sagði Lightfoot í innsetningarræðu sinni í gær og uppskar gríðarleg fagnaðarlæti. Fjölmiðlum vestanhafs ber saman um að athöfnin hafi verið mjög tilfinningaþrungin jafnt fyrir hinn nýja borgarstjóra sem alla viðstadda. Barátta gegn spillingu var eitt af helstu kosningamálum Lightfoot og hefur hún beint spjótum sínum sérstaklega að einstaklingsbundnu skipulagsvaldi sem bogarfulltrúar hafa notið hver á sínu svæði í borginni. Fyrirkomulagið hefur tíðkast um árabil og verið gróðrarstía ógegnsærra fyrirgreiðslustjórnmála og spillingar. Steig Lightfoot fyrsta skrefið í átt að okum þessa fyrirkomulags strax að lokinni innsetningu í gær með undirritun nýrrar reglugerðar um skipulagsmál. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Tímamót urðu í stjórnmálasögu Chicago, þriðju stærstu borg Bandaríkjanna, í gær þegar Demókratinn Lori Lightfoot sór embættiseið borgarstjóra. Lightfoot er fyrsta þeldökka konan sem tekur við stjórn borgarinnar og einnig fyrsti borgarstjóri hennar sem er opinberlega samkynhneigður. Lightfoot nýtur gríðarlegra vinsælda í borginni en hún fékk 75 prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum. „Brúnir og þeldökkir krakkar í þessari borg ættu að alast upp vitandi að þau geta orðið hvað sem er og elskað hvern sem þeim sýnist. Þannig er mín Chicago. Það get ég sagt nú þegar ég hef verið svarin í embætti borgarstjóra fyrst þeldökkra kvenna og fyrst samkynhneigðra,“ sagði Lightfoot í innsetningarræðu sinni í gær og uppskar gríðarleg fagnaðarlæti. Fjölmiðlum vestanhafs ber saman um að athöfnin hafi verið mjög tilfinningaþrungin jafnt fyrir hinn nýja borgarstjóra sem alla viðstadda. Barátta gegn spillingu var eitt af helstu kosningamálum Lightfoot og hefur hún beint spjótum sínum sérstaklega að einstaklingsbundnu skipulagsvaldi sem bogarfulltrúar hafa notið hver á sínu svæði í borginni. Fyrirkomulagið hefur tíðkast um árabil og verið gróðrarstía ógegnsærra fyrirgreiðslustjórnmála og spillingar. Steig Lightfoot fyrsta skrefið í átt að okum þessa fyrirkomulags strax að lokinni innsetningu í gær með undirritun nýrrar reglugerðar um skipulagsmál.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira