Leystir frá störfum fyrir að draga umfang Helfararinnar í efa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 20:45 Al Jazeera er meðal fremstu miðla þegar kemur að málefnum Mið-Austurlanda. Olivier Polet/Getty Fréttaveitan Al Jazeera hefur sagt tveimur blaðamönnum upp störfum eftir að þeir framleiddu myndband í nafni miðilsins þar sem dregið var í efa að Helförin hafi raunverulega átt sér stað á þann hátt sem sagnfræðingar sammælast um. Í myndbandinu er því haldið fram að fjöldi þeirra gyðinga sem týndu lífi þegar nasistar útrýmdu þeim á skipulagðan hátt á fimmta áratug síðustu aldar sé stórlega ýktur og þær ýkjur séu runnar undan rifjum síonistahreyfingarinnar. Ísrael sé sá aðili sem hafi hagnast hvað mest á þjóðarmorðunum. Síonismi er afbrigði þjóðernishyggju sem grundvallast á því að gyðingar, sem þjóð, eigi rétt á eigin landi. Myndbandið var birt á Facebook- og Twitter-síðum Al Jazeera með textanum „Hver er sannleikurinn á bak við Helförina og hvernig hagnaðist síonistahreyfingin á henni?“ Innleggin voru á arabísku á báðum miðlum en þau fengu mikla gagnrýni eftir að bandarísk samtök, Stofnun um rannsóknir á málefnum Mið-Austurlanda (Memri) tísti enskri útgáfu af þeim. Því hefur nú verið eytt. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels sagði myndbandið vera „verstu birtingarmynd skaðlegrar illsku.“ Medhi Hasan, einn þekktasti blaðamaður Al Jazeera, sagðist í kjölfar brottrekstrar blaðamannanna tveggja „ánægður að yfirmenn Al Jazeera hafi tekið á málinu af festu“ vegna myndbandsins sem hann sagði vera „fáránlega móðgandi og heimskullegt.“Arabic content versus English content pic.twitter.com/Ag8T95nEVK — Jenan Moussa (@jenanmoussa) May 18, 2019 Ísrael Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Fréttaveitan Al Jazeera hefur sagt tveimur blaðamönnum upp störfum eftir að þeir framleiddu myndband í nafni miðilsins þar sem dregið var í efa að Helförin hafi raunverulega átt sér stað á þann hátt sem sagnfræðingar sammælast um. Í myndbandinu er því haldið fram að fjöldi þeirra gyðinga sem týndu lífi þegar nasistar útrýmdu þeim á skipulagðan hátt á fimmta áratug síðustu aldar sé stórlega ýktur og þær ýkjur séu runnar undan rifjum síonistahreyfingarinnar. Ísrael sé sá aðili sem hafi hagnast hvað mest á þjóðarmorðunum. Síonismi er afbrigði þjóðernishyggju sem grundvallast á því að gyðingar, sem þjóð, eigi rétt á eigin landi. Myndbandið var birt á Facebook- og Twitter-síðum Al Jazeera með textanum „Hver er sannleikurinn á bak við Helförina og hvernig hagnaðist síonistahreyfingin á henni?“ Innleggin voru á arabísku á báðum miðlum en þau fengu mikla gagnrýni eftir að bandarísk samtök, Stofnun um rannsóknir á málefnum Mið-Austurlanda (Memri) tísti enskri útgáfu af þeim. Því hefur nú verið eytt. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels sagði myndbandið vera „verstu birtingarmynd skaðlegrar illsku.“ Medhi Hasan, einn þekktasti blaðamaður Al Jazeera, sagðist í kjölfar brottrekstrar blaðamannanna tveggja „ánægður að yfirmenn Al Jazeera hafi tekið á málinu af festu“ vegna myndbandsins sem hann sagði vera „fáránlega móðgandi og heimskullegt.“Arabic content versus English content pic.twitter.com/Ag8T95nEVK — Jenan Moussa (@jenanmoussa) May 18, 2019
Ísrael Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira