Boðað til kosninga vegna stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 06:15 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gat ekki myndað ríkisstjórn í þetta skiptið. Nordicphotos/AFP Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43