Boðað til kosninga vegna stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 06:15 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gat ekki myndað ríkisstjórn í þetta skiptið. Nordicphotos/AFP Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43