Hart sótt að Gove vegna kókaínneyslu: Telur sig heppinn að hafa ekki endað í fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 13:56 Michael Gove á leið í hlaupatúr frá heimili sínu skömmu eftir að hann tilkynnt að hann vildi verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Vísir/Getty Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út. Bretland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út.
Bretland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila