Hart sótt að Gove vegna kókaínneyslu: Telur sig heppinn að hafa ekki endað í fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 13:56 Michael Gove á leið í hlaupatúr frá heimili sínu skömmu eftir að hann tilkynnt að hann vildi verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Vísir/Getty Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út. Bretland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove segir sig lánsaman að hafa ekki endað í fangelsi fyrir að nota kókaín nokkrum sinnum fyrir tuttugu árum. Gove hefur gegnt embætti umhverfisráðherra Bretlands en hann er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail viðurkenndi Gove neyslu sína en hart hefur verið sótt af honum síðan hann opinberaði þennan hluta fortíðar sinnar. Hann sagðist hafa tekið kókaín þegar hann starfaði sem blaðamaður en í þætti Andrew Marr á BBC var hann spurður hvort hann hefði átt að fara í fangelsi? „Ég var heppinn að það gerðist ekki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta voru mikil mistök,“ svaraði Gove.Sá sem er keppinautur hans um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins, Sajid Javid innanríkisráðherra Breta, sagði að fólk sem neytir kókaíns yrði að skilja skaðann sem hlýst af því. Javid sagði við Sky í dag að ekki skipta máli í hvaða stöðu viðkomandi er í, ef kókaín er notað er verið að halda uppi framboðskeðjunni sem á rætur sínar að rekja til Kólumbíu og fjöldi lífa hafi verið lagður í rúst við að koma efninu til Bretlands. Gove segir þessa neyslu sína hafa verið brot á lögum sem hann harmi mjög. Árið 1999 ritaði Gove grein í Times, um það leyti sem hann sjálfur hefur viðurkennt að hafa notað kókaín, en þar gagnrýndi hann fólk sem tilheyrir millistéttinni og notar eiturlyf. Hefur þessi grein komist á flug í dag og Gove kallaður hræsnari. Spurður hvort hann hafi gefið þessa neyslu sína upp þegar hann sótti um ferðaheimild til Bandaríkjanna svaraði Gove að hann hefði aldrei sagt annað en sannleikann þegar hann var spurður hreint út.
Bretland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira