Veðurspá fyrir næstu viku svipar til methitabylgjunnar árið 1939 og ágústhitans árið 2004 Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 13:37 Veðurfræðingur leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði, en ekki gefin. Vísir/Vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira