Fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 21:00 Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á. Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á.
Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira